Fara yfir á efnisvæði

Varasamt leikfang - blikkandi leikfangasnuð

13.11.2003


Markaðsgæsludeild Löggildingarstofa vill vara við notkun
leikfangs en um er að ræða leikfang sem líkist ungbarnasnuði og blikkar ef ýtt er á það.
Hætta er fólgin í því hversu auðvelt er að taka leikfangið í sundur.  Með því að opna box sem er áfast snuðinu losnar lítil rafhlaða sem auðveldlega getur lent í munni og/eða koki yngri barna og valdið
köfnunarhættu.  
Leikfangið var selt hér á landi fyrri hluta árs 2003. 
Að fenginni ábendingu frá Löggildingarstofu hefur söluaðili tekið leikfangið úr sölu.
Markaðsgæsludeild Löggildingarstofu varar neytendur við notkun leikfangsins einkanlega þar sem um er að ræða eftirlíkingu venjulegs ungbarnasnuðs og því meiri hætta á því en ella að yngri börn leiki sér með það.

Löggildingarstofa hvetur neytendur til að hafa samband við undirritaða hafi þeir frekari upplýsingar um sambærilega vöru.

Rétt er að benda á að hér á landi eru til sölu blikkandi leikfangasnuð, þar sem ekki er hægt að opna rafhlöðuboxið nema með skrúfjárni  og því ofangreind hætta ekki fyrir hendi.  Þeim fylgir einnig viðvörun til kaupenda um að leikfangið sé ekki ætluð börnum yngri en 3ja ára.

Frekari upplýsingar veitir:
Fjóla Guðjónsdóttir, markaðsgæsludeild Löggildingarstofu.

 

TIL BAKA