Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu nr. 7/2006

30.05.2006

Neytendastofa hefur bannað EJS hf. alla notkun á léninu fartölvur.is og lagt fyrir fyrirtækið að láta afskrá það eftir kvörtun Opinna kerfa ehf. Neytendastofa telur að lénin fartolvur.is og fartölvur.is séu í raun eitt og sama lénnafnið með og án íslensks bókstafs. Slíkt skapi hættu á ruglingi hafi óhagræði í för með sér fyrir kvartandann. Sjá nánar ákvörðun nr. 7/2006

TIL BAKA