Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu nr. 1/2007

22.01.2007

Neytendastofa hefur tekið til afgreiðslu erindi Nýju tæknihreinsunarinnar ehf. þar sem kvartað er yfir notkun Tæknihreinsunar ehf. á firmanafninu. Fyrirtækin eru keppinautar og hefur Nýja tæknihreinsunin notað firmanafn sitt lengur. Þá innihalda merki fyrirtækjanna bæði sömu mynd. Neytendastofa hefur því bannað Tæknihreinsun ehf. notkun á firmanafninu og vörumerkinu. Sjá nánar ákvörðun nr. 1/2007.

TIL BAKA