Fara yfir á efnisvæði

Reglur nr. 725/2008 um verðmerkingar og aðrar verðupplýsingar

22.07.2008

Tekið hafa gildi reglur nr. 725/2008 um verðmerkingar og aðrar verðupplýsingar sem Neytendastofa setur með heimild í 17. og 18. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

Með reglunum eru felldar úr gildi eldri reglur um verðmerkingar, reglur um verðupplýsingar í auglýsingum, reglur um verðupplýsingar veitingahúsa, reglur um birtingu verðskrár hárgreiðslu- og rakarastofa og reglur um birtingu og auglýsingar á aðgöngumiðaverði kvikmyndahúsa. Hinar nýju reglur um verðmerkingar og aðrar verðupplýsingar fela ekki í sér miklar efnislegar breytingar frá fyrri reglum en með sameiningu eldri reglna vill Neytendastofa auka skýrleika og aðgengi að reglum um verðmerkingar óháð starfsgreinum.

Drög að reglunum voru send hagsmunaaðilum til umsagnar og voru þær athugasemdir sem stofnuninni bárust hafðar til hliðsjónar við setningu reglnanna.

Reglurnar má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA