Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar bifreiðar

12.08.2013

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning  frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 58 Yaris bifreið. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á árinu 2013. Bílarnir eru innkallaðir vegna möguleika á að rör í hemlakerfi í afturhjólum séu ekki rétt hert. Ef rörin eru ekki rétt hert er hætta á að vökvi leki af hemlakerfinu og hemlunargeta bílsins minnki.

Hægt er að leita nánari upplýsinga hjá þjónustuveri Toyota í síma 570 5000.

TIL BAKA