Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á hleðslutækjum frá Nokia

09.11.2009

Neytendastofa vekur athygli á frétt Hátækni ehf, umboðsaðila Nokia, vegna innköllunar ákveðinna hleðslutækja fyrir Nokia farsíma. Hleðslutækin hafa fylgt með símtækjum á borð við Nokia 2760, Nokia 1661, Nokia 3110 Classic og mörgum fleirum. Ítarlegar upplýsingar er að finna á vef Hátækni ehf. 

Neytendastofa hvetur eigendur hleðslutækja sem mögulega gætu verið með umræddum galla að kanna hvort hleðslutækið sé hluti af þeirri framleiðslu sem haldin er gallanum á síðunni http://chargerexchange.nokia.com.

TIL BAKA