Fara yfir á efnisvæði

Markaðseftirlitsáætlun 2013

25.01.2013

Neytendastofu er í lögum nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, falið að vinna að heildarskipulagningu opinberrar markaðsgæslu í samvinnu við önnur eftirlitsstjórnvöld.

Í reglum um samstarf á sviði vöruöryggis er kveðið á um að ár hvert skuli aðildarríki á EES svæðinu senda til framkvæmdastjórnar ESB yfirlit um fyrirhugað eftirlit með vörum á því ári sem í hönd fer.

Tilgangur þess að auka gagnsæi varðandi aðgerðir og störf stjórnvalda á öllu EES svæðinu á sviði eftirlits með vörum. Um leið geta stjórnvöld haft samband þegar þau vinna að samskonar verkefnum á sviði vöruöryggis. Neytendastofa hefur frá árinu 2010 tekið saman slíka áætlanir en ESB hefur nýlega ákveðið að þær skuli einnig birtar opinberlega.  Markaðseftirlitsáætlun Íslands 2013 (National Market Surveillance Plan - NMSP 2013) á ensku má sjá hér.

TIL BAKA