Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á brunndælum frá Kärcher

16.12.2009

Neytendastofa vekur athygli á innköllun Kärcher á brunndælum sem Rafver hefur umboð fyrir. Ástæða innköllunarinnar eru gallar á ytri einangrun á rafmagnsköplum á dælum af gerðinni SCP, SDP og SPP. Nánari upplýsingar um hvaða dælur eru haldnar umræddum galla er að finna á hér.

Neytendastofa hvetur eigendur viðkomandi brunndæla að hætta notkun þeirra og afla frekari upplýsinga á vefsíðu Kärcher.

TIL BAKA