Fara yfir á efnisvæði

Nýr samningur um markaðseftirlit raffanga.

20.01.2003

Þann 20. janúar 2003 var undirritaður hjá Ríkiskaupum samningur milli rafmagnsöryggisdeildar Löggildingarstofu og Aðalskoðunar hf um skoðun raffanga á markaði. Samningurinn er til þriggja ára og felur í sér að Aðalskoðun hf, sem er faggilt skoðunarstofa, tekur að sér skoðun raffanga á markaði undir stjórn rafmagnsöryggisdeildar Löggildingarstofu, skv. skilgreindum verklags- og skoðunarreglum.

Á meðfylgjandi mynd handsala Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Aðalskoðunar hf  (t.v.) og Gylfi Gautur Pétursson forstjóri Löggildingarstofu samninginn.

TIL BAKA