Fara yfir á efnisvæði

BL ehf. innkallar Nissan bifreiðar

03.04.2013

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Nissan Juke F15. Um er að ræða 5 bifreiðar árgerð 2012. Ástæða innköllunarinnar er sú að þegar loftpúði í stýri á Juke springur út þá geta myndast smá göt á púðann. Götin koma af völdum mikils hita sem myndast við efnahvörf þegar púðinn springur út.  Innihald púðans getur komið við húð ökumannsins. Þetta hefur á engan hátt áhrif á virkni púðans.

Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA