Fara yfir á efnisvæði

Seinni heimsókn Neytendastofu í fiskbúðir

14.11.2013

Í september sl. fóru fulltrúar Neytendastofu í fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu til að kanna hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur. Því var svo fylgt eftir í október sl. með seinni heimsókn í þær fjórar fiskbúðir sem Neytendastofa hafði áminnt eftir fyrri könnun. Farið var í Fylgifiska Suðurlandsbraut, Fiskbúðina Hafberg Gnoðavogi,  Gallerý fisk Nethyl og  Fiskbúðina Höfðabakka. Bæði Fylgisfiskar og Fiskbúðin Hafberg höfðu komið verðmerkingum sínum í lag en hjá Fiskbúðinni Höfðabakka og Gallerý fisk var verðmerkingum enn ábótavant. Tekin verður ákvörðun í framhaldinu hvort beita skuli þessar verslanir sektum fyrir að virða að vettugi tilmæli og ábendingar Neytendastofu um úrbætur á ástandi verðmerkinga.

Neytendastofa hvetur neytendur til að vera á verði og koma ábendingum til skila í gegnum rafræna neytendastofu á vefslóðinni www.neytendastofa.is.

TIL BAKA