Fara yfir á efnisvæði

Nýtt alþjóðlegt vefsetur um sölubönn og afturköllun á vörum

19.10.2012

Markaður fyrir vörur er alþjóðlegur og kominn til að vera. Samskonar vörur eru boðnar fram í mörgum löndum og mörgum heimsálfum.  Á hverjum degi eru framleiddar nýjar vörur sem seldar eru út um allan heim, hönnun vörurnar er líka alltaf að breytast og verða flóknari. Því er orðið erfiðara að meta hvort að varan sé örugg. 

Á hverju ári verða um 180 000 börn innan ESB fyrir slysum af völdum vöru. Á heimsvísu er rúmlega 123 billjónir íslenskra króna kostnaður sem verður vegna dauðsfalla og slysa af völdum vöru.  Algengustu vörur sem eru innkallaðar eru leikföng og fatnaður samkvæmt upplýsingum úr RAPEX skýrslu 2011 og uppruni vöru í meira en helmingi tilvika var Kína.

Í dag opnað í fyrsta sinn alþjóðlegt vefsvæði þar sem neytendur, innflytjendur og dreifingaraðilar geta séð á einum stað allar vörur sem hafa reynst vera hættulegar og verið afturkallaðar af markaði.  Á síðunni er hægt að finna vörur sem hafa verið innkallað í Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu og Ástralíu, á næstu mánuðum munu fleiri lönd fara að skrá vörur sem þar hafa fundist.

Neytendur geta notað þessa vefsíðu til að athuga hvort að einhverjar tilkynningar hafa borist vegna vöru sem þeir ætli að kaupa og þá sérstaklega þegar keypt er á netinu erlendis frá. Vefurinn er einnig gagnlegur fyrir stjórnvöld og aðila í viðskiptalífi sem vilja forðast viðskipti með vörur sem ekki eru öruggar eða geta valdið neytendum tjóni.

Neytendastofa mun hafa tengil á vefinn sem má sjá hér

TIL BAKA