Fara yfir á efnisvæði

Einungis 11 lampar af 226 án athugasemda.

02.10.2008

Lokaskýrsla samevrópsks verkefnis um öryggi færanlegra lampa til heimilisnota, s.s. borð-, stand- og skrifstofulampa, sem fram fór árið 2006 liggur nú fyrir. Skýrslan leiðir í ljós að við aðeins 11 af 226 lömpum sem valdir voru til prófunar voru ekki gerðar athugasemdir. Athugasemdirnar voru misalvarlegar, allt frá athugasemdum vegna formgalla, s.s. vegna CE-merkingar og samræmisyfirlýsinga, til alvarlegra athugasemda um öryggi. Rétt er að hafa í huga að val lampa til prófunar var ekki tilviljunarkennt, heldur voru valdir lampar sem líklegt þótti að ekki stæðust kröfur.

Alls 15 aðildarlönd samstarfshóps stjórnvalda á EES um markaðseftirlit raffanga (LVD-AdCo) tóku þátt í verkefninu. Þetta var fyrsta samstarfsverkefni hópsins af þessu tagi og ekki síst ætlað að leiða í ljós hvernig best væri að standa að slíkum verkefnum í framtíðinni.

Hér á landi voru valdar 5 mismunandi gerðir borðlampa til prófunar. Athugasemdir, misalvarlegar, voru gerðar við allar gerðirnar. Áframhaldandi sala 3 gerða var bönnuð, en þó var engin athugasemdanna talin það alvarleg að til innköllunar frá neytendum þyrfti að koma.

Skýrsluna má nálgast hér

TIL BAKA