Fara yfir á efnisvæði

Öryggi leikvallatækja og leiksvæða aukið

13.01.2003

Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að auknu öryggi barna og annarra með því að tryggja að leikvallatæki og leiksvæði séu hönnuð, frágengin og þeim viðhaldið á öruggan og viðurkenndan hátt.  Reglugerðin gildir um öryggi leiksvæða og leikvallatækja og eftirlit með þeim, hvort sem um er að ræða tímabundna starfsemi eða til frambúðar.

Í 11. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um eftirlit með leikvallatækjum og leiksvæðum en þar segir m.a. að eftirlitið skuli vera í samræmi við kröfur samkvæmt staðalröðinni ÍST EN 1176 ásamt ÍST EN 1177.  Ennfremur kemur fram að Löggildingarstofa hafi eftirlit með því að leikvallatæki á markaði uppfylli settar reglur um öryggi

Hér er hægt að nálgast reglugerðina.

TIL BAKA