Fara yfir á efnisvæði

Starfsmaður Neytendastofu rær kringum Ísland

08.07.2009

FréttamyndGísli H. Friðgeirsson, starfsmaður mælifræðisviðs Neytendastofu freistar þess nú að róa kringum Ísland á sjókajak, fyrstur Íslendinga.  Gísli lagði upp frá Geldinganesi í Reykjavík þann 1. júní síðastliðinn og er nú, 27 róðradögum síðar, staddur á Rauðanúpi á Melrakkasléttu.  Róðraleiðin liggur réttsælis í kringum landið og er Gísli nú rúmlega hálfnaður á ferðalagi sínu.  Áhugasömum er bent á vefslóðina http://www.kayakklubburinn.is/ þar sem fylgst er með framvindunni

TIL BAKA