Fara yfir á efnisvæði

Stórhættulegt straujárn

09.06.2005

Löggildingarstofu er ekki kunnugt um að viðkomandi straujárn hafi verið selt á Íslandi en biður fólk að vera á varðbergi og láta rafmagnsöryggisdeild stofnunarinnar vita, í síma 510 1100, ef það hefur orðið vart við það á markaðnum.

Raffang: Straujárn.

Vörumerki / Tegund: CIR PERLA 2038C. Tegundarheitið „perla" kemur skýrt fram á straujárninu, sjá nánar á mynd. Athygli er þó vakin á því að mögulegt er að raffangið hafi verið markaðssett undir öðru vörumerki. 

Framleiðandi: Ningbo Chaochao Electrical Appliance Co. Ltd., Zhouxiang, Kína.

Málstærðir: 230V, 1800W

Þekktir söluaðilar á Íslandi: Rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu er ekki kunnugt um að viðkomandi straujárn hafi verið á markaði á Íslandi.

Hætta: Vegna alvarlegs galla í raffanginu er hætta á að málmumgerð þess verði spennuhafa (230V) við venjulega notkun. A.m.k. þrjú dauðsföll hafa orðið í Grikklandi vegna straujárna af þessari gerð.

Hvað eiga eigendur slíkra straujárna að gera ?: Eigendur slíkra straujárna eiga undir engum kringumstæðum að nota þau og snúa sér þegar í stað til rafmagnsöryggisdeildar Löggildingarstofu, s. 510 1100.

TIL BAKA