Fara yfir á efnisvæði

Vörumerki Reykjavík Backpackers og Icewear

03.11.2012

Reykjavík Backpackers kvörtuðu til Neytendastofu yfir vörumerki Drífu ehf. fyrir Icewear. Snéri kvörtunin að því að Reykjavík Backpackers taldi útlit vörumerkis Icewear svo líkt útliti vörumerkis Reykjavík Backpackers að mjög hætt væri við því að neytendur rugluðust á merkjunum. Notkun Icewear á merkinu bryti því gegn betri rétti Reykjavík Backpackers.

Neytendastofa féllst ekki á þær skýringar að Reykjavík Backpackers og Drífa væru keppinautar þó bæði fyrirtækin þjónusti erlenda ferðamenn með einum eða öðrum hætti og séu staðsett við sömu verslunargötu.

Þá taldi Neytendastofa litbrigði vörumerkjanna, myndir í miðju merkjanna og texta þeirra nægilega ólík til þess að ekki skapaðist ruglingur.
Neytendastofa taldi því ekki ástæðu til að banna Drífu að nota vörumerki Icewear.

Ákvörðun nr. 43/2012 má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA