Fara yfir á efnisvæði

BL innkallar Nissan Navara og Pathfinder

22.06.2012

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL um innköllun á Nissan Navara (D40) og Nisssan Pathfinder (D51).
Navara bifreiðirnar, sem innkallaðar eru, voru framleiddar á tímabilinu 30. maí 2005 til 29. september 2009 og Pathfinder bifreiðirnar frá 1. nóvember 2004 til 5. nóvember 2009. Um er að ræða 313 bifreiðir.
Ástæða innköllunarinnar er sú að lúm (harness) í bílstjórasæti getur klemmst milli sætisgrindar og sætislyftu með þeim afleiðingum að sætisstillingarstjórnborð hættir að virka. Í versta falli getur sætið tekið upp á því að færast af sjálfdáðum.

BL mun senda hlutaðeigandi bifreiðareigendum bréf.

TIL BAKA