Fara yfir á efnisvæði

Kría Hjól ehf. innkallar Specialized reiðhjól

17.05.2013

Fréttamynd

Neytendastofa barst tilkynning frá Kría Hjól ehf um innköllun á Specialized reiðhjólum af gerðinni Tarmac, Crux og Secteur. Ástæða innköllunarinnar er sú að framgaffals stýristúban getur brotnað meðan hjólað er. Þetta gæti orsakað slys á hjólreiðarmanni.

Viðkomandi reiðhjólaeigendur hafa verið upplýstir um innköllunina.

TIL BAKA