Fara yfir á efnisvæði

Mat- og drykkjaseðlar á veitingahúsum höfuðborgarsvæðisins kannaðir

28.05.2010

Fulltrúar Neytendastofu skoðuðu 107 veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu í þeim tilgangi að athuga hvort farið væri eftir reglum um verðmerkingar og aðrar upplýsingar. Skoðað var hvort matseðil væri með verðupplýsingum við inngöngudyr og  hvort að í upplýsingum um drykkjarföng sé tilgreint magn. Til dæmis hvort að gosglas sem kostar 500kr innheldur það 33cl af gosi eða 75cl.  Neytendur eiga að geta á  auðveldan máta áttað sig á samhenginu á milli vöru/þjónustu og verðs.

Í rúmlega átta tilfellum af hverjum tíu var verðskrá við inngöngudyrnar. Annað var uppi á teningnum þegar skoðað var hvort magn væri tilgreint í upplýsingum um drykki. Einungis 40% veitingastaða var með þetta atriði í fullkomnu lagi þó svo að fjölmargir veitingastaðir hafi verið með það að hluta til.

Neytendastofa hyggst gera aðra athugun síðar og ganga úr skugga um að bætt hafi verið úr því sem talið var þurfa.

Neytendur eru hvattir til að koma ábendingum á framfæri í gegnum rafræna Neytendastofu á vefslóðinni www.rafraen.neytendastofa.is.

 

TIL BAKA