Fara yfir á efnisvæði

Toyota á Íslandi innkallar bifreiðar

18.09.2012

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 1480 Avensis og RAV4 bifreiðum. Um er að ræða 100 Avensis bifreiðar framleiddar á tímabilinu nóvember 2008 til janúar 2011 og 1380 RAV4  bifreiðar frá nóvember 2005 til ágúst 2010. Ástæða innköllunarinnar er að stilliró á þverstífu á afturhjóli getur losnað og hjól losnað undan bílum

Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA