Fara yfir á efnisvæði

Hekla hf. innkallar Mitsubishi bifreiðar

04.04.2013

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um innköllun á Mitsubishi i-MiEV rafmagns fólksbifreiðum. Um er að ræða 9 bifreiðar árgerð 2011-2012. Ástæða innköllunarinnar er sú að Rafmagnsknúin bremsudæla getur hætt að virka. Ef það gerist verður hjálparátak við hemlun óvirkt, þannig að meiri þunga þarf við að stíga á bremsupedala og  leitt getur til aukinnar hemlunarvegalengdar.

Hringt verður í eigendur viðkomandi bifreiða

TIL BAKA