Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar Lexus bifreiðar

07.07.2010

Fréttamynd

 

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi varðandi innköllun á Lexus bifreiðum af gerðinni LS600hL, LS460 og GS450h vegna ventlagorma sem geta valdið gangtruflunum. Um að ræða bifreiðar framleiddar á árunum 2006-2008. Toyota á Íslandi hefur haft samband við hlutaðeigandi bifreiðareigendur og gert verður við bifreiðarnar þeim að kostnaðarlausu.

TIL BAKA