Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á PARODI glervasa

05.02.2007


Lýsing á vöru:

PARODI vasinn er 70 cm hár og 5 kg á þyngd. Þvermál botnsins er 15 cm, og
þvermálið efst er 23 cm. PARODI vasinn er framleiddur í svörtu (vörunúmer
20110234), hvítu (vörunúmer 50112199) og í glæru (vörunúmer 00079545).
IKEA merkið og vörunúmerið er prentað á hvítan miða sem er undir vasanum.
Upplýsingar eru einnig á kassakvittuninni.

Mynd af PARODI vasanum: 

Hætta:
Upp hafa komið tilfelli þar sem botninn á PARODI vasanum hefur skyndilega brotnað þegar honum hefur verið lyft. Sjö viðskiptavinir erlendis hafa skorið sig og fimm hafa þurft að leita sér aðstoðar á slysadeild. Ekki er vitað um nein slys hér á landi af völdum PARODI vasans.

Rannsókn á PARODI vasanum hefur leitt í ljós að það getur skapast of mikill
þrýstingur innan í vasanum ef glerið hefur t.d. orðið fyrir höggi eða rispast, en það eykur hættuna á að hann brotni. PARODI vasinn hefur verið seldur í öllum IKEA verslunum síðan í apríl 2004.

Hvað eiga neytendur að gera?
IKEA biður þá viðskiptavini, sem hafa keypt PARODI glervasa, að skila honum í þjónustudeild IKEA og fá fulla endurgreiðslu.

 

 

 

TIL BAKA