Fara yfir á efnisvæði

Þátttaka á löggildingarnámskeið hjá Neytendastofu á árinu 2008

16.01.2009

Á árinu 2008 voru haldin 3 almenn námskeið til löggildingar vigtarmanna og 4 endurmenntunarnámskeið. Öll námskeið voru haldin í Reykjavík fyrir utan eitt endurmenntunarnámskeið sem var haldið á Neskaupstað en það námskeið sóttu 26 manns. Þátttaka á námskeiðin var mjög góð. Almennt námskeið sóttu 61 manns og féllu 4. Endurmenntunarnámskeið sóttu 88 manns og féllu 4. Á árinu 2008 voru gefnar út 50 bráðabirgðalöggildingar.

TIL BAKA