Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á leikföngum frá Mattel

02.11.2010

Fréttamynd

Leikfangaframleiðandinn Mattel hefur ákveðið að innkalla af neytendum fjórar útgáfur af Fisher- Price ungbarnaleikföng með uppblásanlegum boltum.  Á leikföngunum er uppblásanlegur bolti með ventli sem getur dottið af og valdið köfnunarhættu fyrir smábörn.

Vörurnar sem innköllunin  þessi á við um eru eftirtaldar:
 1) 73408 The Baby Playzone™ Crawl & Cruise Playground™
 2) B2408 Baby Playzone™ Crawl & Slide Arcade™
 3) C3068 Ocean Wonders™ Kick & Crawl Aquarium
 4) H8094 Ocean Wonders™ Kick & Crawl Aquarium

Vörur þessar voru til sölu hér á landi á árunum 2003 og til ágúst 2008 hér á landi.  Hagkaup hefur selt vörur með númerin 73408, B2408 og H8094. 

Hægt er að fara á heimasíðuna www.service. Mattel.com til að athuga hvort þitt Fisher-Price ungbarnaleikfang með uppblásanlegum bolta fellur undir þessa innköllun. Ef þú átt eitthvað af umræddum leikföngum skaltu hætta notkun á þeim strax.

TIL BAKA