Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

24.02.2012

Með úrskurði 20/2011 staðfesti áfrýjunarnefnd neytendamála ákvörðun Neytendastofu nr. 20/2011.  Drífa ehf. hafði kvartað til stofnunarinnar vegna notkunar Northwear ehf. á á léninu northwear.is og orð- og myndmerki á heimsíðu Northwear þar sem hætta væri á ruglingi við vörumerkið NOR WEAR sem Drífa er rétthafi að. Neytendastofa taldi að ekki væri hætta á ruglingi milli fyrirtækjana og því væri ekki ástæða til að banna notkun Northwear á firmanafni sínu og léni.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA