Fara yfir á efnisvæði

Aðvörun frá Tiger vegna leikfangs

05.06.2012

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá verslunum Tiger þar sem varað er við fylgihlutum með leikfangi. Um er að ræða trékubba í fötu með vörunúmerið 1701073. Kubbarnir eru í poka ofan í fötunni og er pokinn  bundinn saman. Tiger varar við að bandið og lokunin/klemman á pokanum geti verið varasöm fyrir lítil börn og valdið köfnunarhættu. Tiger biður þá sem hafa keypt þessa vöru um að fjarlægja pokann strax og setja kubbana beint í fötuna eða skila vörunni til verslunarinnar og fá endurgreitt.

Nánari upplýsingar varðandi innköllun á þessari vöru má fá hjá Tiger í síma 660 8211 eða á netfanginu sandra@tiger.is.

TIL BAKA