Fara yfir á efnisvæði

Ruby Tuesday sektað

23.09.2010

Neytendastofa hefur lagt 50.000 kr. stjórnvaldssekt á veitingastaðinn Ruby Tuesday fyrir að fara ekki að tilmælum Neytendastofu um verðmerkingar.

Samkvæmt verðmerkingarreglum ber veitingahúsum að hafa matseðil með verði við inngöngudyr sínar svo neytendur geti kynnt sér vöruúrval og verð áður en þeim er vísað til borðs.
Í lok aprílmánaðar gerði Neytendastofa athugasemdir við Ruby Tuesday þar sem matseðill með verði var ekki við inngöngudyr og fór stofnunin fram á að úr því yrði bætt. Í júní var skoðuninni fylgt eftir og kom í ljós að ekki hafði verið farið að tilmælunum. Því taldi stofnunin ástæðu til að leggja stjórnvaldssekt á félagið.

Ákvörðunin er nr. 45/2010 og má lesa hana hér.

TIL BAKA