Fara yfir á efnisvæði

Banvæn slys vegna Fisher Price leikfanga framleidd milli 1965 og 1991

26.03.2010

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning um upplýsingaherferð sem framleiðandi Fisher-Price leikfanga hefur ákveðið að hrinda af stað en þar er varða við leikföngunum „Litla fólkið“ sem voru framleidd á árunum 1965 til 1991.  Nýlega lést 10 mánaða stúlkubarn í Kanada af völdum leikfangsins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur beint því til allrastjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu sem fara með eftirlit með öryggi vöru að kanna hvort slík leikföng séu enn á markaði.  Um er að ræða fígúrur sem líkjast mannfólki sem nefndar eru  Litla fólkið (e.“Little People”). Fígúrurnar eru  hringlaga og u.þ.b. 2 cm í þvermál eins og sést á meðfylgjandi mynd.Rétt er að taka fram að fígúrur sem framleiddar eru  1991 eða síðar  eru stærri (3 cm í þvermál) og geta ekki fests í koki ungra barna.

Neytendastofa telur brýnt að neytendur kanni hvort slík leikföng séu enn í umferð á heimilum eða öðrum stöðum þar sem börn eru að leik.  Auk þess er brýnt að allir seljendur leikfanga kanni hvort slíkar vörur séu enn á markaði hér á landi.  Neytendastofa ráðleggur öllum sem kunna að eiga slíkar vörur að fjarlægja þær frá börnum og koma í eyðingu á Sorpu þannig að þær komist ekki í hendur ungra barna aftur.

Neytendur eru vinsamlegast beðnir um að láta Neytendastofu vita hafi þeir upplýsingar um að vara þessi sé einhversstaðar til sölu á markaði hér á landi en auðvelt er að senda um það tilkynningar á heimasíðu stofnunarinnar www.neytendastofa.is.

 

TIL BAKA