Fara yfir á efnisvæði

Verð í kassa hærra en verð í hillu

17.05.2006

Neytendastofa vekur athygli neytenda á óvenju miklu ósamræmi í verðmerkingum í matvöruverslunum en að undanförnu hefur mikið borið á því að verð í afgreiðslukassa sé hærra en verðmerking í hillu segir til um. 

Í könnun sem nú fer fram á vegum Neytendastofu á verðmerkingum í matvöruverslunum hefur í einstökum verslunum komið í ljós meira ósamræmi á milli verðs í hillu og afgreiðslukassa en áður hefur þekkst.  Neytendastofa hvetur því neytendur að vera vel á verði og gæta hagsmuna sinna.  Að mati Neytendastofu er verðmerking í hillu tilboð seljanda til neytenda og eigi neytendur rétt á að fá vöruna á því verði.  Byggist þetta á því að neytendur velja vöruna á grundvelli verðmerkingar en ekki á grundvelli verðs í afgreiðslukassa enda hafa þeir engin tök á því að sjá það verð fyrr en komið er að því að greiða vöruna.  

Nánari upplýsingar veitir Kristín Færseth, sérfræðingur Neytendastofu s. 510 1100.

 

TIL BAKA