Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar Lexus bifreiðar

22.11.2010

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning  frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 199 bifreiðar sem væntanlega eru í umferð hér á landi. Um er að ræða 14 bifreiðar af gerðinni Lexus GS300, framleiddar á árunum 2004 til 2006,  sem innkallaðar eru vegna bilana í tengingu í bensíngeymi og 185 bifreiðar af gerðinni Lexus GS300, IS250 og RX300, framleiddar á árunum 2003 til 2005, vegna leka í höfuðdælu.

Hægt er að leita nánari upplýsinga hjá þjónustuveri Toyota í síma 570 5000 en Toyota mun hafa samband við hlutaðeigendur bifreiða. Neytendastofa hvetur alla hlutaðeigandi aðila til að bregðast við innköllun fyrirtækisins.

TIL BAKA