Fara yfir á efnisvæði

Skýrsla ESB um mælifræðitilskipunina - stöðumat

25.09.2012

Framkvæmdastjórn ESB hefur gert úttekt og stöðumat á tilskipun 2004/22/EB um mælitæki. Árið 2004 var þessi tilskipun samþykkt og hún innleidd hér á landi með lögum nr. 91/2006 svo og reglugerð nr. 465/2007, um innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/22/EB um mælitæki. Helstu niðurstöður eru að hin nýja tilskipun hefur auðveldað mjög viðskipti með mælitæki á innri markaðnum í Evrópu enda þarf ekki lengur að fá viðurkenningu í hverju landi fyrir sig heldur ríkir nú gagnkvæm viðurkenning milli EES-ríkja  á vottorðum um framleiðslu tækja. Þetta hefur leitt til mikils sparnaðar fyrir atvinnulífið á EES svæðinu.

Í skýrslunni eru öll EES-ríki hvött til þess að auka markaðseftirlit og með því tryggja að á markaði séu aðeins mælitæki sem uppfylla kröfur laga og reglna. Einnig verður að auka eftirlit með tilkynntum aðilum sem votta framleiðslu mælitækja og tryggja þannig að þeir vinni verk sín af kostgæfni og í samræmi við reglur. Mikilvægt er að efla fræðslu til fyrirtækja á markaði þannig að framleiðendur og innflytjendur þekki vel og virði þær reglur sem gilda um framleiðslu og notkun mælitækja, sérstaklega þegar um er að ræða sölumælingar til neytenda.

Skýrslu ESB í heild má lesa hér.

TIL BAKA