Fara yfir á efnisvæði

Áfrýjunarnefnd neytendamála vísar frá kæru Brimborgar

09.11.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurðum sínum nr. 10/2009 vísað frá kæru Brimborgar á ákvörðun Neytendastofu nr. 18/2009. 

Með ákvörðun nr. 18/2009 taldi Neytendastofa ákveðnar fullyrðingar Brimborgar brjóta gegn ákvæðum laga nr. 57/2005 þar sem þær höfðu ekki verið sannaðar og voru því ósanngjarnar gagnvart keppinautum og til þess fallnar að hafa áhrif á ákvörðun neytenda um að eiga viðskipti.  Neytendastofa taldi jafnframt ummæli forstjóra Brimborgar á spjallvef vera brot gegn ákvæðum sömu laga. Brimborg undi ekki niðurstöðunni og áfrýjaði henni.  Áfrýjunarnefnd vísaði kæru hennar frá nefndinni þar sem kæran barst ekki innan lögboðins fjögurra vikna kærufrests.

Sjá úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála nr. 10/2009

TIL BAKA