Fara yfir á efnisvæði

Villandi tilboðsmerkingar á vefsíðu Tölvutækni

28.08.2009

Neytendastofa gerði athugasemdir við verðframsetningu á tilboðsvörum á vefsíðu Tölvutækni. Á vefsíðunni kom fram að tilteknar vörur væru á tilboði og gefið upp tilboðsverð þeirra. Samkvæmt lögum nr. 57/2005 ber ávallt að gefa einnig upp fyrra verð á tilboðsvörum. Neytendastofa hafði ítrekað gefið Tölvutækni kost á að koma merkingum á vefsíðu sinni í rétt horf.

Með ákvörðun Neytendastofu hefur stofnunin því gefið Tölvutækni sjö daga til að koma vefsíðunni í rétt horf. Að þeim tíma liðnum þarf fyrirtækið að greiða 50.000 kr. í sekt á dag þar til viðeigandi leiðréttingar hafa verið gerðar.

TIL BAKA