Fara yfir á efnisvæði

BL ehf. innkallar Nissan bifreiðar

16.04.2013

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Nissan bifreiðum, Almera N16, Navara Double Cab D22, Pathfinder R50, X-Trail T30, Patrol Y61, Terrano R20. Um er að ræða 154 bifreiðar árgerð 2002-2003. Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúði farþegamegin getur losnað frá festingum vegna yfirþrýstings frá hvellnettu í púða.

Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA