Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á seglaleikfangi hjá Tiger

14.12.2010

Fréttamynd

Verslunin Tiger hefur tilkynnt Neytendastofu að innkalla þurfi af neytendum dýrapúsl með segli, tvö dýr saman í hvítu tréboxi. Vara þessi er með model númerið 1700204 og strikamerki 0200017002046 og var seld fyrir þremur árum í verslunum Tigers. Á leikföngunum er segull sem getur losnað og valdið hættu á köfnun og innvortis meiðslum. Verslunin bendir neytendum sem kunna vera með þessa vöru að skila henni gegn endurgreiðslu í einhverja af verslunum sínum.

Sjá nánar á heimasíðu Tigers hér.

Sjá Rapex tilkynningu hér.

TIL BAKA