Fara yfir á efnisvæði

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

01.11.2007

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði í máli nr. 7/2007 staðfest ákvörðun Neytendastofu frá 26. júní 2007 um að markaðssetning Góu-Lindu sælgætisgerðar ehf. á sælgæti undir nafninu Karamelludýrin frá Góu sé í andstöðu við 5. og 2. málsl. 12. gr. laga nr. 57/2005. 

Sjá úrskurð áfrýjunarnefndar í máli nr. 7/2007

TIL BAKA