Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á iPod nano (1. kynslóð)

22.03.2012

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á innköllun APPLE á fyrstu kynslóð af iPod nano. Ástæða innköllunarinnar er að í einhverjum tilfellum geta rafhlöðurnar ofhitnað og orsakað hættu. Því eldra sem batteríið er því meiri líkur eru á því að rafhlaðan ofhitni. Á innköllunin einungis við um iPod nano spilara sem voru framleiddir og seldir á tímabilinu september 2005 til desember 2006.

Framleiðandinn ráðleggur að notkun á iPod nano fyrstu kynslóð verði hætt þegar í stað. Eigendur iPod nano geta sett sig í samband við þjónustuaðila epli.is á Íslandi til að fá úr því skorið hvort þeirra spilarar falli undir innköllunina. Ef svo er þá verður varan send til Apple sem að lokinni athugun sendir þá annað tæki í skiptum fyrir gömlu vöruna og getur það  tekið allt að 6 vikum. 

Tilkynning á epli.is: http://www.epli.is/innkollun

Tilkynning frá Apple: http://www.apple.com/support/ipodnano_replacement/
 

TIL BAKA