Fara yfir á efnisvæði

BL ehf. innkallar Renault bifreiðar

19.03.2013

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Renault Megane II Estate. Um er að ræða 236 bifreiðar árgerð 2003-2008. Ástæða innköllunarinnar er sú að vindskeið á þaki bifreiðarinnar getur mögulega  losnað og dottið af.  Ekki er vitað um slíkt dæmi hér á landi.

Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA