Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun um dagsektir vegna lénsins himnesk.is

11.05.2010

Neytendastofa hefur lagt dagsektir á Himneskt ehf. þar sem fyrirtækið hefur ekki farið að ákvörðun Neytendastofu nr. 27/2009 frá 25. september 2009.

Með ákvörðun nr. 27/2009 bannaði Neytendastofa Himnesku að nota lénið himnesk.is og átti fyrirtækið að hætta allri notkun lénsins innan fjögurra vikna frá þeim tíma. Ákvörðunin var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála sem staðfesti hana.

Þar sem Himneskt ehf. hefur ekki farið að ákvörðun Neytendastofu og notar enn lénið himnesk.is lagði Neytendastofa dagsektir á Himneskt ehf. að fjárhæð kr. 50.000- á dag að einni viku liðinni þar til farið yrði að ákvörðun stofnunarinnar.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA