Fara yfir á efnisvæði

ítrekun - 83 vatnsvélar enn í notkun

06.02.2013

Fréttamynd

Neytendastofa vill ítreka fyrir almenningi  taka strax úr sambandi og skila vatnsvélum frá Champ Design CO., Ltd.  Nú er talið að hægt sé að rekja níu eldsvoða  út frá vélunum.  Enn er ekki búið að skila 83 vélum en mikilvægt er að viðskiptavinir sem eiga slíkar vélar bregðist við hið fyrsta í ljósi hættunnar sem kann að stafa af vélunum. Vatnsvélarnar voru seldar í Byko frá mars 2006 til 2010.

Ef að vélarnar hafa þegar verið teknar úr notkun en ekki er ætlunin að skila þeim til Byko er engu að síður mikilvægt að láta vita af því til að hægt sé að gera grein fyrir því hvort að þessar vélar séu enn í notkun. 

Neytendastofa brýnir að alvarleg hætta stafar af vélunum og mikilvægt er að þeir sem eiga slíkar vélar stöðvi notkun og hafi samband við næstu verslun Byko.

TIL BAKA