Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu nr. 2/2009

13.02.2009

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna hf. að fjárhæð kr. 440.000- vegna útsölu félagsins. Taldi Neytendastofa Húsasmiðjuna hafa brotið gegn ákvæðum 5. gr., d. lið 9. gr. og 11. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og gegn ákvæðum 2. og 3. gr. reglna nr. 725/2008 um útsölur og aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði annars vegar með því að hafa vörur á útsölu í meira en sex vikur og hins vegar með því að hafa selt vörur á útsölu án þess að vörurnar hafi verið seldar á því verði sem tilgreint var sem fyrra verð.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA