Fara yfir á efnisvæði

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

15.12.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurðum sínum nr. 10/2009 staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 21/2009. 

Með ákvörðun nr. 21/2009 lagði Neytendastofa 600.000 króna stjórnvaldssekt á Heimsferðir fyrir að fara ekki að tilmælum stofnunarinnar.  Í málinu hafði Neytendastofa ítrekað beint tilmælum til Heimsferða um að koma verðframsetningu á bókunarvef sínum í lögmætt horf og gefa upp verð sem inniheldur skatta og önnur gjöld.  Að lokafresti liðnum höfðu breytingar ekki verið gerðar og taldi Neytendastofa rétt að leggja stjórnvaldssekt á Heimsferðir. 

Sjá úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála nr. 11/2009

TIL BAKA