Fara yfir á efnisvæði

Innköllun frá Build-A-Bear

06.02.2012

Fréttamynd

Af öryggisástæðum vill Neytendastofa vekja athygli á innköllun  á  litríkum hjartabangsa frá breska fyrirtækinu Build-A– Bear Workshop með vörunúmerið 417107.  Ástæða innköllunarinnar er sú að augu bangsans geta dottið úr og valdið hættu á köfnun.

Vara þessi var seld á tímabilinu apríl 2011 til desember 2011 í Danmörk, Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi, Bretlandi og Írlandi. Ekki er vitað til þess að hún hafi verið markaðsset hér á landi. Hægt er að skoða Rapex-tilkynninguna hér.Neytendastofa hvetur neytendur til að afla frekari upplýsinga á www.buildabear.co.uk

TIL BAKA