Fara yfir á efnisvæði

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

16.07.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurðum sínum nr. 4/2009 staðfest ákvarðanir Neytendastofu nr. 1/2009.

Með ákvörðun nr. 1/2009 tók Neytendastofa þá ákvörðun að Allianz hafi brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með villandi samanburði á raunávöxtun viðbótarlífeyrissparnaðar hjá Allianz og Kaupþing. Áfrýjunarnefndin féllst á rökstuðning Neytendastofu um að samanburður og framsetning á meðalávöxtun í dreifibréfi Allianz hafi verið ófullnægjandi og villandi þar sem ekki var gerður greinarmunur á þeim fjárfestingarleiðum sem almennum viðsemjendum Kaupþings er gefinn kostur á. Auk þess hafi Allianz ekki sýnt fram á að ávöxtunartölur sem notaðar voru fram til stofnunar Vista sjóða Kaupþins hafi verið réttar. Áfrýjunarnefndin taldi hins vegar ekki ástæðu til að taka afstöðu til mismunandi útreikningsaðferða við breytingu á nafnávöxtun í raunávöxtun og við útreikning meðaltals þar sem sömu aðferð var beitt á alla sjóði. Þó ein útreikningsaðferð kunni að vera nákvæmari en önnur, leiði það að mati nefndarinnar ekki til þess að aðrar aðferðir séu ónothæfar.

Sjá úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála nr. 4/2009

TIL BAKA