Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu nr. 15/2006

06.11.2006

Neytendastofa hefur bannað notkun firmanafnsins Garðar og vélar ehf. Stofnunin telur að veruleg hætta sé á að neytendur og viðskiptamenn villist á firmanöfnunum Garðvélar ehf. og Garðar og vélar ehf. Garðvélar hafa starfað frá árinu 2000 en keppinauturinn Garðar og vélar var stofnað árið 2004. Bæði fyrirtækin starfa á sviði garðyrkju, vélaleigu og því tengdu á höfuðborgarsvæðinu. Sjá nánar ákvörðun nr. 15/2006.


TIL BAKA