Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu nr. 28/2008

21.11.2008

Með ákvörðun Neytendastofu, dags. 28. október 2008, bannaði stofnunin Stóreign að nota fullyrðinguna „Fremstir í atvinnufasteignum“ í auglýsingum sínum sem og á heimasíðu fyrirtækisins. Taldi stofnunin fullyrðinguna brjóta gegn ákvæðum 5. gr., 4. mgr. 6. gr. og 14. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem fyrirtækið færði ekki sönnur fyrir henni.

Þar sem Stóreign hefur ekki farið að banninu hefur Neytendastofa tekið þá ákvörðun að leggja dagsektir á Stóreign. Verði ekki farið að banni stofnunarinnar innan fjórtán daga frá dagsetningu sektarákvörðunarinnar skal Stóreign greiða 50.000 kr. í sekt á dag.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA