Fara yfir á efnisvæði

Royale Mini sléttujárn – innköllun

25.07.2012

 Neytendastofa vekur athygli á innköllun Milano Beauty ehf. á sléttujárnum af gerðinni Royale Mini. Komið hefur í ljós að þessi tegund sléttujárna er ekki CE-merkt. CE-merkið er forsenda löglegrar markaðssetningar raffanga og annarra tiltekinna vara á Evrópska efnahagssvæðinu.
Royale Mini sléttujárnin voru til sölu á sölubás fyrirtækisins í Kringlunni frá því í mars sl. en hafa nú verið tekin úr sölu. Sölubásinn er staðsettur á neðri hæð Kringlunnar fyrir framan Vero Moda og ÁTVR. Þeir sem hafa keypt umrædd sléttujárn eru beðnir um að snúa sér til fyrirtækisins með vöruna varðandi endurgreiðslu.
Rétt er að geta þess að innköllunin nær einungis til sléttujárna af gerðinni Royale Mini en á ekki við um Royale Classic gerðina.

TIL BAKA