Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á barnabók

28.04.2010

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á tilkynningu frá Ungu ástinni minni ehf. varðandi innköllun á bókinni DÝR Í GÓÐU SKAPI. Ástæða innköllunarinnar er að bókin er ekki CE-merkt og viðvörunarmerki um að bókin sé ekki ætluð börnum yngri en þriggja ára vantar á bókina.

Bókin er hljóðbók og inniheldur smáa rafhlöðu í kápu og rafhlaðan verður aðgengileg ef baksíðan rifnar frá kápunni við átak eða slit og því er bókin ekki talin heppileg fyrir yngri börn en þriggja ára.

Eigendum bókarinnar er bent á að þeir geta skilað henni í verslunum Eymundsson og Hagkaupa um land allt. Nánari upplýsingar er að finna á síðunni ungaastinmin.is

Unga ástin mín ehf. vill koma því á framfæri að um CE-vottaða vöru er að ræða og engar tilkynningar hafa borist framleiðanda bókarinnar um slys af völdum hennar.

TIL BAKA